Segulómun notar segulsvið, útvarpsbylgjur og útvarpsbylgjuloftnet til að greina merki frá vetnisróteindum sem svo er breytt í mynd. Myndatöku með segulómun er hægt að gera á flestum líffærum í öllum liffærakerfum. Rannsóknartími getur verið frá 20 til 60 mínútum. Algengur tími er um 25 mínútur.
Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er nýtt stafrænt röntgentæki notað í almennar myndatökur. Algengar rannsóknir eru af beinum og liðum (s.s. mjaðmir, hné, ökklar hendur, fingur, axlir) til að meta möguleg brot eða slitbreytingar.
Tölvusneiðmyndun byggir á röntgengeislun sem er send í gegnum líkamann frá mörgum sneiðhornum. Geislunin deyfist mismikið í gegnum vefi í hlutfalli við þéttni þeirra.
Ómun er myndgreiningartækni sem notar hljóðbylgjur til að mynda líffæri. Tæknin er hraðvirk.
Beinþéttniskanni eða DXA skanni (e. dual-energy x-ray aborptiometry) er tæki sem notar lága skammta af röntgengeislun til að meta magn steinefna í beinum í tengslum við beinþynningu.