Geislafræðingur að sinna myndatöku

Alhliða myndgreiningar- þjónusta

Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar allar almennar myndgreiningarrannsóknir af öllum líffærakerfum með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands.

Tímabókanir & svör:
535-1876
Röntgen- & hjartalæknar:
535-1879
  1. Segulómun

    Segulómun notar segulsvið, útvarpsbylgjur og útvarpsbylgjuloftnet til að greina merki frá vetnisróteindum sem svo er breytt í mynd. Myndatöku með segulómun er hægt að gera á flestum líffærum í öllum liffærakerfum. Rannsóknartími getur verið frá 20 til 60 mínútum. Algengur tími er um 25 mínútur.

  2. Röntgen

    Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er nýtt stafrænt röntgentæki notað í almennar myndatökur. Algengar rannsóknir eru af beinum og liðum (s.s. mjaðmir, hné, ökklar hendur, fingur, axlir) til að meta möguleg brot eða slitbreytingar.

  3. Tölvusneiðmynd

    Tölvusneiðmyndun byggir á röntgengeislun sem er send í gegnum líkamann frá mörgum sneiðhornum. Geislunin deyfist mismikið í gegnum vefi í hlutfalli við þéttni þeirra.

  4. Ómun

    Ómun er myndgreiningartækni sem notar hljóðbylgjur til að mynda líffæri. Tæknin er hraðvirk.

  5. Beinþéttniskanni (DXA)

    Beinþéttniskanni eða DXA skanni (e. dual-energy x-ray aborptiometry) er tæki sem notar lága skammta af röntgengeislun til að meta magn steinefna í beinum í tengslum við beinþynningu.

Geislafræðingur ræðir við kúnna
Myndgreiningu & röntgen

Tímapantanir

Til að fá tíma í myndgreiningu þarf alltaf að hafa beiðni frá lækni. Læknar senda okkur oftast beiðni um rannsókn rafrænt. Um leið og okkur berst beiðni þá kappkostum við að hafa samband við einstaklinga á leið í rannsókn sem fyrst og bjóðum tíma. Stundum koma einstaklingar á leið í rannsókn með útprentaða beiðni meðferðis frá lækni eftir að hafa fengið tíma. Ekki þarf sérstaklega að bóka tíma í röntgen- rannsóknir. Nægjanlegt að mæta til okkar á milli 8:00 og 16:00 alla virka daga af því gefnu að beiðni hafi borist.

Læknir les röntgen mynd af spjaldtölvu
Rafrænt eða í móttöku

Rannsóknarsvör & myndir

Að lokinni myndgreiningu eru myndir lesnar af sérfræðingum, röntgenlæknum eða hjartalæknum eftir því sem við á. Rannsóknarniðurstöður eru svo sendar tilvísandi lækni, venjulega rafrænt með öruggu sjúkraskrárkerfi.

Einstaklingar geta fengið sínar rannsóknarniðurstöður afhentar gegn framvísun persónuskilríkja í móttöku okkar. Einnig er hægt að fá myndir á geisladiski eða USB lykli afhentar í móttöku gegn vægu gjaldi.

Tölvusneiðmyndtæki í notkun
Viðvera í myndgreiningu: 10 til 60 mínútur

Við komu í rannsókn

Við komu í rannsókn skalt þú gefa þig fram við starfsmann í móttöku. Starfsfólk okkar mun vísa þér til biðstofu þangað sem geislafræðingur mun svo sækja þig og undirbúa þig fyrir rannsókn.

Fyrir flestar myndgreiningarrannsóknir þarf að skipta um fatnað. Við útvegum sloppa, buxur eða boli eftir því sem við á. Hjá okkur eru rúmgóðir skiptiklefar með læstum skápum fyrir fatnað og fjármuni.

Algengur viðverutími á myndgreiningu er frá 10 til 60 mínútum, eftir því hvaða rannsókn á að gera. Þegar bókaður er tími í rannsókn mun starfsfólk okkar veita þér allar nauðsynlegar upplýsingar er varða undirbúning og áætlaða tímalengd rannsóknar. Í flestar rannsóknir þarf engan sérstakan undirbúning. Í sumar rannsóknir af kviðarholslíffærum þarf að fasta áður en rannsókn er gerð.

Röntgenlæknir les í myndir af tölvuskjá
Sjúkratryggingar Íslands

Gjaldskrá

Komugjald fyrir myndgreiningarrannsóknir tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands og greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands . Greiðsluþátttakan er breytileg fyrir einstaklinga og ræðst af því hversu mikið einstaklingurinn hefur notað heilbrigðisþjónustu áður.

Verð fyrir flestar myndgreiningarrannsóknir má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands

Sjúkratryggingar Íslands

Hafir þú spurningar um verð rannsókna og þína hlutdeild í kostnaði fyrirhugaðrar rannsóknar, þá hafðu samband við okkur í síma 535-1876.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu