Myndgreining Hjartaverndar var stofnuð í september 2017 um myndgreiningu í þjónustu – og vísindaskyni.
Hjá okkur er lítil eða engin bið eftir rannsóknum með tölvusneiðmyndun, DXA beinþéttnimælingum og ómun.
Biðtími eftir segulómun er venjulega 1-7 dagar
Við gerum allar röntgenrannsóknir og flestar tölvusneiðmyndarannsóknir samdægurs. Ekki þarf að panta tíma ef beiðni liggur fyrir.
Við erum stolt af því að tilkynna að fyrirtækið okkar hefur hlotið ISO 9001:2015 gæðavottun, fyrst sjálfstæðra myndgreiningarfyrirtækja á Íslandi. Þessi alþjóðlega staðall staðfestir skuldbindingu okkar við hágæða þjónustu og stöðugar umbætur í allri starfsemi okkar.
ISO 9001 vottunin þýðir að við höfum komið á skilvirku gæðastjórnunarkerfi sem eykur ánægju viðskiptavina og tryggir áreiðanleika og fagmennsku í allri okkar þjónustu.
Til að fá tíma í myndgreiningu þarf alltaf að hafa beiðni frá lækni. Læknar senda okkur oftast beiðni um rannsókn rafrænt.
Læknar geta sent okkur rafræna beiðni um myndgreiningu og móttaka rafræn svör á öruggan hátt með Sögu -Rafrænni sjúkraskrá eða með RIS Vefkerfi Myndgreiningar Hjartaverndar.
Á Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar allar almennar myndagreiningarrannsóknir af öllum líffærakerfum með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands.