Hjartadrep eftir kransæðastíflu greind með segulómun: Fyrir hvern einstakling með þekkt hjartadrep eru tveir með óþekkt..

18. November 2018

Rannsóknin sem er hluti af Öldrunarrannsókninni náði til um 1000 einstaklinga sem fóru í segulómun á hjarta á myndgreiningu Hjartaverndar.

 

Rannsóknarniðurstöðurnar sem birtar voru í vísindatímariti Bandarísku læknasamtakana (JAMA) sýndu að á meðal aldraðra eru um 27% með hjartadrep sökum kransæðastíflu, þar af 10% með þekkt drep og 17% með áður ógreint hjartadrep.

Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að dánarlíkur einstaklinga með „óþekkt“ hjartadrep eru svipuð og hjá þeim með þekkt. Dánarlíkurnar eru um 3-falt hærri hjá einstaklingum með hjartadrep miðað við þá sem ekki hafa hjartadrep.

Rannsóknin sýndi að algengi þögulla hjartadrepa er mun meira en áður var talið miðað við mælingar með hjartalínuriti.

MYNDIR: Segulómmyndir sem sýna þekkt og óþekkt hjartadrep í hjartavöðva og eðlilegan hjartavöðva. Línuritið sýnir  líkur á dauðsfalli einstaklinga með a) þekkt hjartadrep, b) þögult hjartadrep, c) ekki  með hjartadrep .