Geislafræðingur að sinna myndatöku

Röntgen

Ekki þarf að panta tíma í venjulegar röntgenrannsóknir. Einstaklingar með beiðni frá lækni geta komið til okkar í rannsókn alla virka daga á milli kl. 8 og 16.

Hafa samband

Undirbúningur fyrir rannsókn.

Það er venjulega engin sérstakur undirbúningur fyrir röntgenrannsóknir og ekki þarf að gefa skuggaefni. Geislafræðingur tekur á móti þér og framkvæmir rannsóknina. Áður en rannsókn fer fram getur verið að geislafræðingurinn biðji þig um að hafa fataskipti eða fjarlægja skartgripi. Í flestum tilfellum eru teknar fleiri en ein röntgenmynd til að fá góða heildarmynd af því líkamssvæði sem verið er að skoða. Að rannsókn lokinni er það röntgenlæknir sem að greinir myndirnar og sendir rannsóknarsvar til tilvísandi læknis og/eða heimilislæknis sé óskað eftir því.

Ekki er æskilegt að þungaðar konur fari í röntgenmyndatöku nema með samráði við lækni. Mikilvægt er að láta geislafræðing vita ef grunur er um þungun, áður en rannsókn fer fram.

Við röntgenmyndatöku er ávallt farið eftir ströngum reglum um geislavarnir einstaklinga og aðeins starfsmenn með sérstaka menntun, venjulega geislafræðingar, hafa leyfi til að framkvæma röntgenrannsókn. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi geislavarnir þá eru geislafræðingar okkar alltaf tilbúnir að svara þeim.

Á Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar allar almennar röntgenrannsóknir með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands. Nýtt röntgentæki Myndgreiningar Hjartaverndar er af gerðinni Siemens Ysio Max. Tækið er stafrænt og með lungnastandi og rannsóknarborði.  

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu