Læknir les röntgen mynd af spjaldtölvu

Alhliða myndgreiningar- þjónusta

Með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands bjóðum við alhliða myndgreiningarþjónustu með segulómun, ómun, tölvusneiðmyndun og röntgen.
Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við þjónustubeiðnum og sendum rannsóknarsvör venjulega innan 24 tíma frá rannsókn. Almennar röntgenrannsóknir þurfa ekki að fá sérstakan tíma, nægjanlegt að mæta hvenær sem er á milli kl.08:00 og 16:00.
Við bjóðum einnig upp á beinþéttnimælingar með DXA en tekið skal fram að sú þjónusta er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Tímabókanir & svör:
535-1876
FAX:
535-1801
Röntgen- & hjartalæknar:
535-1879
Hjartalæknir les af tölvuskjá

Samvinna sérfræðinga í myndgreiningu hjarta

Myndgreining hefur þróast hratt með auknum möguleikum á starfrænum rannsóknum á líffærum. Myndgreining hefur því með tímanum orðið þverfaglegri með aukinni kröfu um sérfræðiþekkingu.

Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er úrlestur mynda gerður í samvinnu röntgen – og hjartalækna eftir því hvaða rannsóknir eiga við. Sem dæmi eru myndir sem teknar eru með tölvusneiðmyndum (TS) af hjarta og kransæðum metnar af hjartalæknum með áratuga reynslu í myndgreiningu hjarta með TS, segulómun og ómun. TS myndir af hjarta eru einnig metnar af röntgenlækni m..t.t. vefs í myndsviði hjartans, t.d. lungna. Myndgreining annarra líffærakerfa en hjarta er í höndum röntgenlækna.

Myndgreining hjarta með tölvusneiðmyndun, ómun og segulómun.

Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar almennar og sérhæfðar rannsóknir á hjarta með tölvusneiðmyndun, ómun og segulómun. Hjartamyndgreiningin er í höndum hjartalækna með áratuga reynslu af myndgreiningu hjarta.

Tölvusneiðmyndir eru helst gerðar til að meta kransæðar m.t.t. mögulegra æðaþrengsla, staðsetningar- og gráðu þrengsla. Eins magns og dreifingar kalks í kransæðum.

Ómun gefur heildarmat á útliti og starfsemi hjartans, m.a. stærð og virkni hjartahólfa, útfallsbrots vinstri slegils, útlit og starfsemi hjartaloka og útlit gollurshús. Við gerum einnig álagshjartaómanir.

Með segulómun fæst ítarlegri greining á útliti og starfsemi hjartans. Eftir skuggaefnisgjöf er ástand hjartavöðvans metið sérstaklega þar sem seinkaður útskilnaður skuggaefnis getur m.a. sýnt merki um hjartadrep, iskemíu og bólgusjúkdóma.

Rafrænar BeiðnirSendu okkur beiðni

Læknar geta sent okkur rafræna beiðni um myndgreiningu og móttaka rafræn svör á öruggan hátt með Sögu -Rafrænni sjúkraskrá eða með RIS Vefkerfi Myndgreiningar Hjartaverndar.

Fyrir vefkerfið þarf sérstakan aðgang sem að auki við að senda rafrænar beiðnir má nota til að sjá myndir og rannsóknarsvör.

PappírsbeiðniSendu okkur beiðni

Einnig er hægt að senda okkur pappírsbeiðni. Beiðna eyðublaðið sem er á PDF má prenta, fylla út og senda okkur með FAX (535-1801), senda með pósti eða senda með skjólstæðingi á leið í rannsókn.

Eftir að beiðni berst höfum við eins fljótt og auðið er samband við viðkomandi símleiðis og bjóðum tíma. Ekki þarf sérstaklega að panta tíma í röntgen- rannsóknir. Einstaklingar geta mætt til okkar alla virka daga á milli 8:00 og 16:00 og fengið tíma samstundis án mikils biðtíma

Læknir les í mynd af spjaldtölvu

Vefaðgangur fyrir beiðnir, myndir og svör.

Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta fengið ókeypis vefaðgang að myndaskrá og rannsóknarsvörum fyrir viðkomandi skjólstæðing á öruggan hátt. Læknar geta nota sama kerfi til að senda okkur rafræna beiðni. Um er að ræða sérstakt vefkerfi fyrir myndgreiningu sem af öryggisástæðum skilur ekki eftir sig slóð (Zero Footprint). Það krefst ekki uppsetningar sérhugbúnaðar á tölvu notanda. Vefkerfið er mjög einfallt í notkun. Allt sem þarf er internettenging og hvaða netvafri sem er (s.s. Chrome, Firefox, Internet Explorer, Safari). Flest tölvutæki s.s. spjaldtölvur, snjallsímar og venjulegar tölvur duga vel. Fyrir þá sem hafa aðgang er hægt að tengjast með því að smella á innskráning hér fyrir neðan.

Uppsetning aðgangsSækja um aðgang

Óskir þú eftir aðgangi þá hafðu samband við afgreiðslu okkar (beinn sími 535-1876) eða með tölvupósti á afgreidsla@hjarta.is

Einnig er hægt að fylla út eyðublaðið hér fyrir neðan. Við kappkostum að hafa samband við þig eins fljótt og auðið er og tengja þig við kerfið.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu