Tölvusneiðmyndtæki

Þjónusta & rannsóknir

Á Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar allar almennar myndgreiningarrannsóknir af öllum líffærakerfum með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands. Hjá okkur er hægt að fá rannsóknir gerðar með segulómun, ómun, tölvusneiðmyndum, DXA og röntgen.

Það er lítil eða engin bið eftir rannsóknum með segulómun, DXA og ómun. Við gerum allar röntgenrannsóknir og flestar rannsóknir með tölvusneiðmyndun samdægurs. Ekki þarf að panta tíma ef beiðni liggur fyrir.

Tímabókanir & svör:
535-1876
FAX:
535-1801
Röntgen- & hjartalæknar:
535-1879

Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við þjónustubeiðnum og sendum rannsóknarsvör venjulega innan 24 tíma frá rannsókn.

Flestar rannsóknir er hægt að fá gerðar innan tveggja virkra daga, jafnvel samdægurs. Á það jafnt við um rannsóknir með segulómun, tölvusneiðmyndum, röntgen og ómun.

Að auki bjóðum við upp á beinþéttnimælingar með DXA en tekið skal fram að sú þjónusta er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Í þjónustunni er notaður fyrsta flokks tækjabúnaður m.a. nýtt tvíorku 384 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem hentar sérstaklega fyrir hjarta- og æðarannsóknir, nýtt röntgentæki, 1.5 Tesla segulómtæki, ómtæki og nýtt RIS/PACS upplýsingatæknikerfi. Allar myndir sem teknar eru af hjarta með tölvusneiðmyndum eru lesnar af hjartalækni sem er sérhæfður í hjartarannsóknum með tölvusneiðmyndum. Myndir af hjarta eru einnig lesnar af röntgenlækni sem metur vefi utan hjartans í myndsviðinu s.s. lungu og miðmæti. Beinþéttnimælingar með DXA eru gerðar með GE Lunar iDXA.

 1. Segulómun

  Segulómun notar segulsvið, útvarpsbylgjur og útvarpsbylgjuloftnet til að greina merki frá vetnisróteindum sem svo er breytt í mynd. Myndatöku með segulómun er hægt að gera á flestum líffærum í öllum liffærakerfum. Rannsóknartími getur verið frá 20 til 60 mínútum. Algengur tími er um 25 mínútur.

 2. Röntgen

  Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er nýtt stafrænt röntgentæki notað í almennar myndatökur. Algengar rannsóknir eru af beinum og liðum (s.s. mjaðmir, hné, ökklar hendur, fingur, axlir) til að meta möguleg brot eða slitbreytingar.

 3. Tölvusneiðmynd

  Tölvusneiðmyndun byggir á röntgengeislun sem er send í gegnum líkamann frá mörgum sneiðhornum. Geislunin deyfist mismikið í gegnum vefi í hlutfalli við þéttni þeirra.

 4. Ómun

  Ómun er myndgreiningartækni sem notar hljóðbylgjur til að mynda líffæri. Tæknin er hraðvirk.

 5. Beinþéttniskanni (DXA)

  Beinþéttniskanni eða DXA skanni (e. dual-energy x-ray aborptiometry) er tæki sem notar lága skammta af röntgengeislun til að meta magn steinefna í beinum í tengslum við beinþynningu.

Gagnlegar upplýsingar.

Ekki þarf að panta tíma í röntgen- rannsóknir. Hægt er að mæta til okkar alla virka daga á milli 08:00 og 16:00 og fá tíma samstundis eða án mikils biðtíma.

Myndgreining Hjartaverndar býður einnig uppá beinþéttni mælingar með DXA iLunar beinþéttniskanna. Þessi þjónusta er þó án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Einstaklingar geta fengið sínar rannsóknarniðurstöður afhentar gegn framvísun persónuskilríkja í móttöku okkar. Einnig er hægt að fá myndir á geisladiski eða USB lykli afhentar í móttöku gegn vægu gjaldi.

Læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta fengið ókeypis vefaðgang að myndaskrá og rannsóknarsvörum fyrir viðkomandi skjólstæðing á öruggan hátt. Læknar geta að auki fengið ókeypis vefaðgang til að senda beiðnir í rannsóknir.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

 • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
 • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu