Myndgreining Hjartaverndar býður upp á beinþéttnimælingar en tekið skal fram að sú þjónusta er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Hafa sambandBeinþéttniskanni eða DXA skanni (e. dual-energy x-ray aborptiometry) er tæki sem notar lága skammta af röntgengeislun til að meta magn steinefna í beinum í tengslum við beinþynningu. Rannsóknin er einföld og tekur að jafnaði stuttan tíma. Sjúklingur liggur á bekk á meðan nemi hreyfist yfir allan líkamann og framkvæmir mælingar.
Það er venjulega engin sérstakur undirbúningur fyrir beinþéttnirannsóknir og ekki þarf að gefa skuggaefni.
Myndgreining Hjartaverndar býður uppá beinþéttnimælingar með DXA iLunar beinþéttniskanna. Þessi þjónusta er þó án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.