Segulómun (MRI).

Upplýsingar fyrir einstaklinga á leið í rannsókn

Segulómun notar segulsvið, útvarpsbylgjur og útvarpsbylgjuloftnet til að greina merki frá vetnisróteindum sem svo er breytt í mynd. Myndatöku með segulómun er hægt að gera á flestum líffærum í öllum liffærakerfum. Rannsóknartími getur verið frá 20 til 60 mínútum. Algengur tími er um 25 mínútur.

Undirbúningur fyrir rannsókn

Flestar rannsóknir með segulómun krefjast ekki sérstaks undirbúnings. Almennt gildir þó um rannsóknir á kviðarholi (s.s. lifur, milta, gallkerfi) að einstaklingar þurfi að fasta frá miðnæti fyrir rannsóknardag. Upplýsingar um undirbúning fyrir rannsóknir, ef einhver er, eru ávallt gefnar við tímagjöf í rannsókn.

Í sumum rannsóknum með segulómun þarf að gefa skuggaefni í æð í handlegg eða hendi.

 

 

Segulómtækjum fylgir afar sterkt segulsvið og því mikilvægt af öryggisástæðum að allir sem fara inní tækjaherbergið fjarlægi alla málma utan á líkama t.d. málma í fatnaði, skartgripi osfrv. Áður en rannsókn hefst verður þú beðin um að fara í sérstakan fatnað frá okkur og fjarlægja alla málma utan á líkama s.s. skartgripi og hárspennur. Geislafræðingur mun einnig spyrja þig nokkurra öryggisspurninga er m.a. varða mögulegar málmígræðslur.

Tæknilegar upplýsingar

Á Myndgreiningu Hjartaverndar eru gerðar allar almennar segulómrannsóknir með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands. Flestar rannsóknir er hægt að fá gerðar innan nokkurra virkra daga, jafnvel samdægurs.

Segulómtæki okkar er 1.5 Tesla af gerðinni General Elctrics Signa Explorer DL og er útbúið fyrir allar almennar segulómrannsóknir af öllum líffærum. Tækið er 2023 árgerð. Það sem gerir þetta tæki sérstakt er byltingarkennd nýjung sem felur í sér notkun gervigreindar (Deep Learning AI) til að eyða myndsuði og svokölluðum þjöppunarmyndgöllum í hrágögnum áður en myndir eru settar saman. Þessi tækni getur hækkað hlutfall myndmerkis og myndsuðs (e. SNR) um allt að 390% sem nýtist til stórbætingar myndgæða og styttingar myndatökutíma. Þetta tæki og aðstaðan sem því fylgir hefur nú þegar sannað gildi sitt og breytir það miklu fyrir okkar þjónustu með breiðara notkunarsviði, betri myndgæðum og styttri rannsóknartímum.
Á meðal algengra rannsókna er skoðun á heila, heiladingli, eyrnataugum, hrygg og mænu, brjóstholi (hjarta), kviðarholi, mjöðmum, hnjám, ökklum, úlnliðum, höndum og öxlum. Tækið hentar vel til æðarannsókna í heila, hálsi, brjóst- og kviðarholi auk útlimum.

 

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu