Persónuverndarstefna

 

  • Ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga: Myndgreining Hjartaverndar (MH) leggur mikla áherslu á persónuvernd í starfsemi sinni og að uppfylla nýjar viðbætur sem gerðar voru á persónuverndarlögum árið 2018. Persónuvernd er mikilvæg í allri starfsemi MH og felur m.a. í sér að starfsmenn virða mannhelgi allra sem til fyrirtækisins leita eða þar starfa. Í starfsemi MH er nauðsynlegt að skrá ýmsar persónu- og heilsufarsupplýsingar til að geta veitt sem besta þjónustu og lögð er áhersla á að við meðferð upplýsinga sé þagnarskylda og friðhelgi einkalífs virt og að upplýsingar séu varðveittar með öruggum hætti. MH er ábyrgðaraðili þeirra upplýsinga sem safnast í starfseminni og vinnslunnar sem á sér stað. MH safnar upplýsingum á tveimur vettvöngum, persónuupplýsingum þátttakenda rannsókna og sjúklinga innan starfseminnar á meðan á þjónustu stendur og á vefsíðu fyrirtækisins (https://myndir.hjarta.is). Áhersla er lögð á að trúnaðar sé ávallt gætt gagnvart öllum persónu- og heilbrigðisupplýsingum. Söfnun, geymsla og vinnsla persónuupplýsinga á sér stað í starfseminni, innan veggja fyrirtækisins með notkun tölvukerfis MH. Gögn sem safnað er um þátttakendur eru persónugreinanleg og geta verið viðkvæm (skv. skilgreiningu í 3gr. laga nr.90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga). Af þeim sökum er tölvukerfi MH sem hýsir gagnagrunn starfseminnar ekki aðgengilegt nema frá innri vef starfseminnar. Einungis starfsmenn MH hafa aðgang að tölvukerfinu í gegnum tölvur sem beintengdar eru innri vef fyrirtækisins í gegnum eldvegg. Tölvukerfið uppfyllir lög um nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og heldur einnig skráningar yfir uppflettingar starfsmanna í upplýsingum um þátttakendur og sjúklinga í rannsóknum.
  • Persónuupplýsingar: Persónuupplýsingar sem skráðar eru hjá MH eru flokkaðar eftir sambandi einstaklinga við fyrirtækið. Upplýsingar um einstaklinga eru venjulega á rafrænu formi en geta einnig verið á pappírsformi. Innan starfseminnar eru persónugreinanleg gögn nýtt til að vinna úr heilsufarsupplýsingum þátttakenda í vísndarannsóknum og þjónusturannsóknum sbr. myndgreiningu þar sem notuð eru gögn sem veitt eru af viðskiptavinum.
  • Réttindi þátttakenda og sjúklinga: Einstaklingar sem hafa komið í rannsóknir á vegum MH eiga rétt á því að fá upplýsingar um þau gögn, er varða þá sjálfa, sem vistuð eru í tengslum við þátttöku vísindarannsóknum eða þjónusturannsóknum sbr. myndgreiningu, ásamt því að fá eintak af slíkum gögnum. Einstaklingur getur fengið rangar persónuupplýsingar um sig leiðréttar og í einstökum tilvikum getur einstaklingur átt rétt á því að upplýsingum sé eytt. Taka skal fram að réttur til gagnaeyðingar er takmarkaður þar sem vinnsla upplýsinga fer oftast fram á grundvelli laga er varða skyldu til að geyma upplýsingarnar. Einnig er í ákveðnum tilvikum hægt að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir því að takmarka vinnslu. Sé vinnsla upplýsinga byggð á samþykki eða samningi getur einstaklingur átt rétt á því að fá afhent gögn á tölvutæki formi eða óskað eftir því að þær verði fluttar beint til þriðja aðila. Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa MH með tölvupósti á personuvernd@hjarta.is óski einstaklingur eftir frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða til að koma á framfæri ábendingum sem varða hana. Þá er einnig hægt að senda póst merktan persónuverndarfulltrúi til Myndgreiningar Hjartaverndar, Holtasmára 1, 201 Kópavogi. Telji einstaklingur að vinnsla persónuupplýsinga sé ekki í samræmi við þau lög sem um hana gilda getur hann sent erindi til Persónuverndar, www.personuvernd.is.
  • Vefsíða starfseminnar https://myndir.hjarta.is : Vefsíða MH þjónar almennri upplýsingagjöf um starfsemina til almennings og heilbrigðisstarfsmanna sbr lækna sem nota þjónustuna. Engar persónuupplýsingar eru aðgengilegar neinum í gegnum vefsíðu MH og öllum upplýsingum um einstaka aðila sem finna má á vefsíðunni hefur verið aflað viðeigandi samþykkis fyrir. MH aflar upplýsinga um notkun vefsíðunnar í gegnu svokallaðar vefkökur.Vefkökustefna: Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðunnar https://myndir.hjarta.is (einnig vísað til sem „þín“) um notkun Hjartavernd (einnig vísað til sem „okkar“) á vefkökum. Vefkökur gera vefsíðum kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda og því er vefkaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á vefnum. Vefkökur eru textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu okkar. Gerður er greinarmunur á lotukökum (e. session cookies) og viðvarandi vefkökum (e. persistent cookies). Lotukökur gera vefsíðu kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á síðunni. Lotukökur eyðast almennt þegar notandi fer af síðunni og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vefkökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notenda á síðunni.Vefkökur á vefsíðu: Við notum vefkökur til að auðvelda þér að nota vefsvæðið. Vefkökur sjá til þess að vefsvæðið geti munað eftir þér til að þú þurfir ekki að endurtaka valið í hvert sinn sem þú heimsækir vefsíðuna. Kökur eru einnig notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingum og öðrum upplýsingum um fjölda notenda á vefsvæðinu og þær vefsíður sem þeir fara á. Við notum þjónustu Google Analytics til að greina umferð á vefsíðu okkar og í þeim tilgangi að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðum okkar. Þjónustan felur í sér að upplýsingum er safnað, sbr. nánar hér að neðan og skýrsla útbúin í kjölfarið um þróun á vefsvæði okkar, án þess að greint sé þar frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics býr til bæði „viðvarandi“ kökur sem og „lotukökur“.

 

Nafn: -ga
Þjónustuveitandi: Google Analytics
Markmið: Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðu okkar sem og dagsetningu fyrstu og síustu heimsóknar
Gildistími: 2 ár

Nafn: -ga
Þjónustuveitandi: Google Analytics
Markmið: Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðu okkar sem og dagsetningu fyrstu og síustu heimsóknar
Gildistími: 24 klst

Leiðbeiningar um hvernig má slökkva á vefkökum:

Notendur geta ákveðið hvort þeir leyfa sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Það hefur ekki áhrif á upplifun þína á síðunni ef þú eyðir vefkökunum. Notendur geta breytt stillingum á vefkökum og komið í veg fyrir að MH safni tölfræðikökum. Notendur geta eytt vefkökum í þeim vafra sem notast er við hverju sinni.

MH getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig við notum vefkökur.

Persónuverndarstefna þessi tók gildi 4. Febrúar 2021

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu