Ný rannsókn sýnir aukið blóðflæði í heila einstaklinga með gáttatif eftir rafvendingu.

30. December 2019

Rannsóknin sem fór fram á Landspítala og á myndgreiningu Hjartaverndar, náði til 44 einstaklinga með gáttatif. Þeir voru myndaðir með segulómun bæði fyrir og eftir rafvendingu þar sem reynt var að koma hjartslætti þeirra í reglulegan takt aftur. Amk 10 vikur liðu á milli myndataka með segulómun. Blóðflæði í heilavef var mælt með ASL (Arterial Spin Labelling) segulómun og blóðflæði til heila með fasakontrast segulómun.

 

Rannsóknarniðurstöðurnar sem birtar voru í vísindatímariti Evrópsku hjartalækningasamtakana (ESC) sýndu að blóðflæði í heilavef og blóðflæði til heila jókst marktækt í einstaklingum sem fengu hjartaslátt í takt við rafvendingu. Engin marktæk breyting í blóðflæði til heila eða í heilavef mældist hinsvegar hjá þeim fóru ekki í takt við rafvendingu.

 

MYNDIR: Segulómmyndir sem sýna þekkt og óþekkt hjartadrep í hjartavöðva og eðlilegan hjartavöðva. Línuritið sýnir  líkur á dauðsfalli einstaklinga með a) þekkt hjartadrep, b) þögult hjartadrep, c) ekki  með hjartadrep .