Endurnýjun segulómtækis 14. nóvember til 13.desember 2022.

24. November 2022

Mánudaginn 14. nóvember 2022 var slökkt á segulómtæki Myndgreiningar Hjartaverndar og nýtt verður sett upp í sama rými. Þannig verður lokað fyrir rannsóknir með segulómun á tímabilinu 14. nóvember til 13. desember. Það verður opið fyrir alla aðra myndgreiningarþjónustu eins og venjulega á tímabilinu; röntgen, tölvusneiðmyndir, ómun og beinþéttnimælingar.

Endurnýjunin felur í sér að öllum búnaði verður skipt út fyrir nýjan nema seglinum sjálfum sem stendur eftir lítið breyttur. Þetta nýja tæki breytir miklu fyrir okkar þjónustu og rannsóknargetu. Helst er að nefna stóraukin myndgæði og styttri rannsóknatíma í öllum rannsóknum, aðallega vegna nýrrar tækni sem notar gervigreind í myndvinnslu.

Starfsemi með nýja tækinu hefst miðvikudaginn 14. desember.