Alhliða myndgreining hjarta með tölvusneiðmynd, ómun og segulómun.

6. February 2020

Hjá Myndgreiningu Hjartaverndar eru nú gerðar allar almennar og sérhæfðar rannsóknir á hjarta með tölvusneiðmyndun, ómun og segulómun. Hjartamyndgreiningin er í höndum hjartalækna með áratuga reynslu af myndgreiningu hjarta.

Tölvusneiðmyndir eru helst gerðar til að meta kransæðar m.t.t. mögulegra æðaþrengsla, staðsetningar- og gráðu þrengsla. Eins magns og dreifingar kalks í kransæðum.

Ómun gefur heildarmat á útliti og starfsemi hjartans, m.a. stærð og virkni hjartahólfa, útfallsbrots vinstri slegils, útlit og starfsemi hjartaloka og útlit gollurshús. Við gerum einnig álagshjartaómanir.

Með segulómun fæst ítarlegri greining á útliti og starfsemi hjartans. Eftir skuggaefnisgjöf er ástand hjartavöðvans metið sérstaklega þar sem seinkaður útskilnaður skuggaefnis getur m.a. sýnt merki um hjartadrep, iskemíu og bólgusjúkdóma.