Með aðkomu Sjúkratrygginga Íslands bjóðum við alhliða myndgreiningarþjónustu með segulómun, ómun, tölvusneiðmyndun og röntgen.
Við leggjum áherslu á að bregðast hratt við þjónustubeiðnum og sendum rannsóknarsvör venjulega innan 24 tíma frá rannsókn. Almennar röntgenrannsóknir þurfa ekki að fá sérstakan tíma, nægjanlegt að mæta hvenær sem er á milli kl.08:00 og 16:00.
Við bjóðum einnig upp á beinþéttnimælingar með DXA en tekið skal fram að sú þjónusta er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.
Læknar geta sent okkur beiðni um myndgreiningu með fjórum leiðum, þar af þremur rafrænum.
4. Einnig er hægt að senda okkur pappírsbeiðni. Beiðna eyðublaðið sem er á PDF má prenta, fylla út og senda okkur með FAX (535-1801), senda með pósti eða senda með skjólstæðingi á leið í rannsókn.
Eftir að beiðni berst höfum við eins fljótt og auðið er samband við viðkomandi símleiðis og bjóðum tíma. Ekki þarf sérstaklega að panta tíma í röntgen- rannsóknir. Einstaklingar geta mætt til okkar alla virka daga á milli 8:00 og 16:00 og fengið tíma samstundis án mikils biðtíma
Óskir þú eftir aðgangi þá er hægt að fylla út eyðublað til að uppfylla skilyrði sem varða persónuvernd og örugga notkun.
Aðgangurinn er aðeins fyrir lækna og aðra viðurkennda meðferðaraðila sbr tannlækna, sjúkraþjálfara og kírópraktora.
Hægt er að fylla út eyðublaðið með rafrænum skilríkjum: Smella Hér
Einnig er hægt að fylla út eyðublaðið hér til hliðar. Við kappkostum að hafa samband við þig eins fljótt og auðið er og tengja þig við kerfið.