Beinþéttniskanni (DXA).

Myndgreining Hjartaverndar býður upp á beinþéttnimælingar og rannsókn á samsetningu líkamsvefja (fitu- og vöðvadreifing, bein). Þessar rannsóknir er hægt að fá með eða án tilvísunar frá lækni. Þjónustan er án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

 

Tækið sem notað er við mælingarnar er eitt það besta sem völ er á, af gerðinni LUNAR iDXA Pro  Advance (árg. 2024/maí). Á meðal helstu nýjunga í þessu tæki miðað við eldri gerðir er mæling á byggingu (gisnunarstuðli) frauðbeins sem getur sýnt fram á aukna áhættu á beinbrotum þrátt fyrir að beinþéttni samkvæmt hefðbundinni mælingu, sé innan eðlilegra marka. Önnur nýjung tengist mælingum á samsetningu líkamsvefja þar sem hægt er að aðgreina innankviðarholsfitu (visceral fitu) frá undirhúðfitu (subcutant fitu); þessi fyrrnefnda er áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.

Beinþéttnimæling tekur um 20 mínútur og gjaldið er 12.800 kr. Beinþéttni er mæld í liðbolum lendhryggjar og í báðum mjöðmum (nær-endum lærleggja og lærleggshálsum). Að auki er tekin yfirlitsmynd af hryggsúlu til mats á mögulegum samfallsbrotum.

Rannsókn á samsetningu líkamsvefja tekur um 15 mínútur og gjaldið er 12.000 kr.  Heildargjald fyrir  beinþéttnimælingu og rannsókn á samsetningu líkamsvefja í sömu tímabókun er 19.500 kr.
Tímapantanir í S: 5351876 eða hafa samband á vefsíðunni (rauður hnappur hér fyrir neðan).

Upplýsingar fyrir einstaklinga á leið í rannsókn.

Beinþéttniskanni eða DXA skanni (e. dual-energy x-ray aborptiometry) er tæki sem notar lága skammta af röntgengeislun til að meta magn steinefna í beinum í tengslum við beinþynningu. Skanninn er einnig notaður til að meta samsetningu líkamsvefja, t.d. hlutföll fitu, vöðva og beina. Rannsóknin er einföld og tekur að jafnaði stuttan tíma. Sjúklingur liggur á bekk á meðan nemi hreyfist yfir allan líkamann og framkvæmir mælingar.

Undirbúningur fyrir rannsókn

Það er venjulega engin sérstakur undirbúningur fyrir beinþéttnirannsóknir og ekki þarf að gefa skuggaefni.

Tæknilega upplýsingar

Myndgreining Hjartaverndar býður uppá beinþéttnimælingar með DXA iLunar beinþéttniskanna.  Þessi þjónusta er þó án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu