Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að undirbúa sig fyrir rannsókn. Á það til dæmis við rannsókn af kviðarholi en þá er nauðsynlegt að einstaklingur fasti í amk 4 klukkustundir fyrir rannsókn. Við tímabókun eru alltaf veittar upplýsingar um hvort þörf sé á sérstökum undirbúningi.