Geislafræðingur ræðir við kúnna

Upplýsingar fyrir einstaklinga á leið í rannsókn.

Ómun er myndgreiningartækni sem notast við hljóðbylgjur og endurvarp þeirra. Notast er við sérstakan ómhaus sem sendir hljóðbylgjur um líkamssvæði til að fá mynd í rauntíma af líkamsbyggingu. Ómskoðun er hættulaus og laus við óþægindi. Dæmigerð rannsókn með ómun tekur 10-20 mínútur. Á meðal algengra rannsókna með ómun má nefna rannsóknir af líffærum í kviðarholi (lifur gall og bris) auk rannsókna af æðum í útlimum og hálsi.

 

Undirbúningur fyrir rannsókn

Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að undirbúa sig fyrir rannsókn. Á það til dæmis við rannsókn af kviðarholi en þá er nauðsynlegt að einstaklingur fasti í amk 4 klukkustundir fyrir rannsókn. Við tímabókun eru alltaf veittar upplýsingar um hvort þörf sé á sérstökum undirbúningi.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu