Vefkökustefna

Stefnu þessari er ætlað að upplýsa notendur vefsíðunnar www.hjartarannsokn.is (einnig vísað til sem „þín“) um notkun Hjartavernd (einnig vísað til sem „okkar“) á vefkökum.

Vefkökur gera vefsíðum kleift að þekkja tölvur og snjalltæki notenda og því er vefkaka eins konar stafrænt merki sem man hvar þú hefur verið á vefnum. Vefkökur eru textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu okkar.

Gerður er greinarmunur á lotukökum (e. session cookies) og viðvarandi vefkökum (e. persistent cookies). Lotukökur gera vefsíðu kleift að tengjast aðgerðum notanda á meðan hann er á síðunni. Lotukökur eyðast almennt þegar notandi fer af síðunni og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vefkökur vistast hins vegar á tölvu notanda og muna þannig val eða aðgerðir notenda á síðunni.

VEFKÖKUR Á VEFSÍÐU

Við notum vefkökur til að auðvelda þér að nota vefsvæðið. Vefkökur sjá til þess að vefsvæðið geti munað eftir þér til að þú þurfir ekki að endurtaka valið í hvert sinn sem þú heimsækir vefsíðuna. Kökur eru einnig notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingum og öðrum upplýsingum um fjölda notenda á vefsvæðinu og þær vefsíður sem þeir fara á.

Við notum þjónustu Google Analytics til að greina umferð á vefsíðu okkar og í þeim tilgangi að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu hjartarannsokn.is. Þjónustan felur í sér að upplýsingum er safnað, sbr. nánar hér að neðan og skýrsla útbúin í kjölfarið um þróun á vefsvæði okkar, án þess að greint sé þar frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics býr til bæði „viðvarandi“ kökur sem og „lotukökur“.

Vefkökur

Nafn Þjónustuveitandi Markmið Gildistími
_ga Google Analytics Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðu okkar sem og dagsetningu fyrstu og síðustu heimsóknar. 2 ár
_gid Google Analytics Safnar gögnum um fjölda heimsókna notanda á vefsíðu okkar sem og dagsetningu fyrstu og síðustu heimsóknar. 24 hrs

 

LEIÐBEININGAR UM HVERNIG MÁ SLÖKKVA Á VEFKÖKUM

Notendur geta ákveðið hvort þeir leyfa sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Það hefur ekki áhrif á upplifun þína á síðunni ef þú eyðir vefkökunum. Notendur geta breytt stillingum á vefkökum og komið í veg fyrir að Hjartavernd safni tölfræðikökum.

Notendur geta eytt vefkökum í þeim vafra sem notast er við hverju sinni. Leiðbeiningar fyrir mismunandi vafra má finna hér fyrir neðan:

Internet Explorer
Mozilla Firefox
Google Chrome
Opera
Safari
Hjartavernd getur frá einum tíma til annars breytt stefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða vegna breytinga á því hvernig við notum vefkökur.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartími í dag: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu