Myndgreining Hjartaverndar byggir á tæplega tveggja áratuga grunni myndgreiningar í Hjartavernd sem aðallega hefur verið beitt í stórum hóprannsóknum í vísindaskyni sem hafa skilað mikilvægum niðurstöðum fyrir aukinn skilning á sjúkdómum.
Hafa sambandMyndgreining í Hjartavernd hóf starfsemi sína í Holtasmára 1 árið 2002 við upphaf Öldrunarrannsóknarinnar. Áður gerði Hjartavernd myndgreiningu af lungum í eldra húsnæði að Lágmúla í Reykjavík í tengslum við Reykjarvíkurrannsóknina. Myndgreiningin í Holtasmára var fyrsta filmulausa myndgreiningardeild landsins og öll myndataka og myndúrvinnsla því stafræn. Meginstarfsemi, bæði myndataka og myndúrvinnsla var helguð vísindarannsóknum, stórum faraldsfræðirannsóknum og erfðarannsóknum. Þannig hefur myndgreining gegnt mikilvægu hlutverk í Öldrunarrannsókninni (AGES), Áhættuþátttakönnuninni (REFINE) og Afkomendarannsókninni (OFFGEN) þar sem myndir hafa verið teknar af öllum meginlíffærakerfum, þ.m.t. heila- og taugakerfi, stoðkerfi ásamt hjarta- og æðakerfi. Úr þessum rannsóknum hefur Hjartavernd með samstarfsfélögum, bæði innlendum og erlendum, birt yfir 500 ritrýndar vísindagreinar. Þar af hafa yfir 150 vísindagreinar verið birtar þar sem myndgreining og úrvinnsla og túlkun myndanna verið í aðalhlutverki. Rannsóknarstarfið heldur áfram og eru í hverjum mánuði birtur fjöldi vísindagreina í ritrýndum vísindatímaritum.
Smellið á hlekkinn til að skoða útgefið efni