Umhverfisstefna

 

1. Tilgangur og umfang

Tilgangur með umhverfisstefnu Myndgreiningar Hjartaverndar er að draga markvisst úr kolefnislosun og öðrum óæskilegum umhverfisáhrifum sem stafar af starfseminni, miðla árangri og hafa þannig bein og óbein áhrif á loftlagsskuldbindingar landsins. Að auki nær stefnan til samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni félagsins. Stefnan á við um alla starfsemi Myndgreiningar Hjartaverndar.

2. Umhverfisstefna Myndgreiningar Hjartaverndar

Umhverfisstefna Myndgreiningar Hjartaverndar er skuldbinding um að haga starfseminni þannig að hún falli að sjónarmiðum umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar og valdi sem minnstri kolefnislosun og álagi á umhverfi.

Stefnan er sett fram með eftirfarandi áherslum (meginreglum) sem fylgt er eftir með skilgreiningu þýðingarmikilla þátta.

  • Kolefnisspor
    Myndgreining Hjartaverndar dregur markvisst úr kolefnislosun með beinum og óbeinum hætti auk þess að kolefnisjafna þar sem ekki er unnt að draga úr losun.
  • Lífsgæði í samfélaginu
    Myndgreining Hjartaverndar gerir sér grein fyrir því að þjónusta er mikilvæg fyrir heilsu íbúa landsins og tryggir öryggi þjónustuþega, leggur áherslu á góðan vinnustað og dregur markvisst úr óæskilegum umhverfisáhrifum.
  • Góður samfélagsþegn
    Myndgreining Hjartaverndar miðlar þekkingu og beitir áhrifum í til að hafa jákvæð áhrif á heilsu íbúa og hvetja birgja til samfélagslegrar ábyrgðar.

 

3. Ábyrgð á stefnu og árangri

Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir umhverfisstefnu og sér til þess að fyrirtækið setji markmið og mæli árangur og birti bæði stefnu og markmið á heimasíðu. Árangur verður mældur árlega með reglubundnum úttektum á kolefnisspori. Gögn verða yfirfarin til að tryggja að settum markmiðum sé náð, og niðurstöður birtar opinberlega til að tryggja gagnsæi.

4. Þýðingamiklir þættir í starfsemi Myndgreiningar Hjartaverndar

Myndgreining Hjartaverndar hefur skilgreint þætti í starfseminni sem þýðingarmikla með hliðsjón af þeim meginreglum sem fram koma í umhverfisstefnunni og væntingum mikilvægustu haghafa fyrirtækisins. Fyrir hvern þátt eru skilgreind markmið sem eru jafnframt framlag Myndgreiningar til heimsmarkmiða Sameinuðuþjóðanna:

  • a. Kolefnisspor
    • Losun gróðurhúsalofttegunda eftir umfangi 1, 2 og 3 og binding gróðurhúsalofttegunda.
  • b. Lífsgæði í samfélaginu
    • Örugg myndgreiningarþjónusta
    • Úrgangur
    • Efnanotkun
    • Ánægt starfsfólk
  • c. Góður samfélagsþegn
    • Þátttaka í rannsóknarverkefnum
    • Öflun og miðlun þekkingar m.a. til nýsköpunar
    • Ábyrg innkaup
    • Jákvæð afstaða almennings til vörumerkis Myndgreiningar Hjartaverndar

5. Umhverfismarkmið Myndgreiningar Hjartaverndar

Heildarmarkmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um 20% á næstu þremur árum fyrir hvert ársverk. Það jafngildir 4,06 tonna CO2-ígilda samdrætti miðað við árið 2023 en þá nam kolefnissporið 20,3 tonnum.

6. Kolefnisspor, mælingar og aðgerðaáætlun

Samkvæmt útreikningum fyrir árið 2023 nam kolefnisspor Myndgreiningar Hjartaverndar 20,3 tonnum af CO2-ígildum, sjá skýrslu um kolefnissporsútreikninga HÉR. Losunin skiptist í beina losun, óbeina og aðra óbeina losun. Fram til ársins 2028 (2025-2027) mun Myndgreining Hjartaverndar draga úr kolefnislosun sem nemur 20% miðað við árið 2023 með eftirfarandi hætti (sjá meðfylgjandi töflu):

 

Draga úr kolefnislosun vegna Mælikvarði og upphafsstaða (árleg notkun 2023) Dæmi um aðgerðir Markmið um samdrátt í losun 
Bein losun (umfang 1)
Losun frá kælikerfum 0,6 tonn CO2 ígildi Uppfæra kælikerfi í orkusparandi útgáfur og lágmarka leka 0,1 tonn CO2 ígildi
Óbein losun (umfang 2)
Rafmagnsnotkun 2,7 tonn CO2-ígildi
  1. Skipta út flúrljósum fyrir LED lýsingu
  2. stuðla að orkusparnaði hjá starfsfólki, t.d. hvetja til að slökkva á tækjum
0,2 tonn CO2- ígildi
Hitanotkun
  1. Hagræða hitakerfum og draga úr hitun þar sem það er ekki nauðsynlegt
0,3 tonn CO2- ígildi
Önnur óbein losun (umfang 3)
Ferðir starfsfólks til og frá vinnu 10,8 tonn CO2 ígildi Stuðningur við vistvænar samgöngur:

  1. Hjóla, ganga, almenningssamgöngur
  2. Samkeyrsla
  3. Kolefnisjöfnun
2,0 tonn CO2 ígildi
Vinnuferðir starfsfólks 2,2 tonn CO2 ígildi Kolefnisjafna ferðir starfsfólks

Hvetja til teams funda

0,5 tonn CO2 ígildi
Innkaup og úrgangsstjórnun 3,9 tonn CO2 ígildi Forgangsraða birgjum með lágt kolefnisspor.

Hækka endurvinnsluhlutfall.

Huga að innkaupum á umhverfisvottuðum hreinsivörum og pappír.

0,96 tonn CO2 ígildi

 

Að auki setur Myndgreiningar Hjartaverndar sér eftirfarandi markmið til að stuðla að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni:

Viðfangsefni Mælikvarðar Dæmi um aðgerðir
flokkun
Samfélagslega 

ábyrg innkaup

Staðfesting í alla samninga Fá staðfestingu birgja um að þeir og þeirra starfsmenn eru ekki sekir um spillingu og mun með virkum hætti vinna gegn öllum tegundum spillingar, þ.m.t. mútum, peningaþvætti, mansali og öðrum lögbrotum sem talin eru upp í 68. Gr. Laga um opinber innkaup.
Úrgangur Skráningar Bæta skráningu á losun lyfja og heilbrigðisvara
Meta ánægju viðskiptavina (skjólstæðinga / sjúklinga) Ánægja viðskiptavina Mæla reglulega ánægju viðskiptavina
Starfsánægja  Ánægja starfsfólks Mæla reglulega ánægju starfsfólks,

Virk mannauðsstefna þar sem fram kemur aðgerðaáætlun gegn einelti, kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi 

7. Flokkun úrgangs
Fyrirtækið skuldbindur sig til að fylgja lögum og reglum um sorpflokkun og umhverfisvernd. Öryggisstjóri Myndgreiningar Hjartaverndar er ábyrgur fyrir sorpflokkun fyrirtækisins. Í því felst að skipuleggja flokkun, merkja ílát og útbúa flokkunarleiðbeiningar sem er útgáfustýrt í gæðahandbók Myndgreiningar. Öryggisstjóri fræðir starfsfólk um flokkun, vaktar flokkunina, lætur mæla úrgang og sér til þess að úrgangur skilar sér á rétta förgunarstaði. Öryggisstjóri skipuleggur árlega rýni stjórnenda á árangri og metur þörf fyrir endurskoðun á verklagi. Sorpflokkun hjá Myndgreiningu Hjartaverndar er eftirfarandi: Almennur úrgangur, bylgjupappír, sléttur pappír og plastumbúðir eru flokkað sérstaklega. Lyf og lyfjaleifar eru afhent apótekum, þar sem lyfin eru tekin úr ytri umbúðum, sem síðan eru flokkaðar eftir efni. Rafhlöður eru flokkaðar sérstaklega, og notaðar sprautunálar og annar sóttmengaður úrgangur er settur í sérstök plastbox og tunnur fyrir sóttmengað efni.

8. Niðurstaða
Með þessari aðgerðaáætlun stefnir Myndgreining Hjartaverndar að því að bæta lífsgæði í samfélaginu, verða betri samfélagsþegn og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á næstu þremur árum, með skýrum markmiðum fyrir hvern flokk þessara mikilvægu þátta.

Staðsetning Hjartaverndar

Staðsetning

Holtasmári 1 201 Kópavogur, Ísland Kt: 591017-0980

Skoða á korti

Hafa samband við hjartavernd

Hafa samband

Opnunartímar hjartaverndar

Opnunartímar

  • Mán - Fös: 08:00 - 16:00
  • Helgar: Lokað
Holtasmári 1, 201 Kópavogur, Ísland
Ritarar: 535-1876, Röntgen- & hjartalæknar: 535-1879
Opnunartímar: Mán - Fös: 08:00 - 16:00
Fara efst á síðu